• Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson
  • Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson
  • Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson
Fréttir | 22. jan. 2023

Útkall

Forseti er farþegi um borð í björgunarleiðangri varðskipsins Freyju. För Freyju lá frá Grundarfirði til Patreksfjarðar, þar sem til stóð að forseti og varðskipsliðar tækju þátt í minningarathöfn um krapaflóðin sem þar urðu fyrir 40 árum. Á leiðinni barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni um aðstoð frá togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni GK, sem varð aflvana á halamiðum, úti fyrir Straumnesi. Varðskipið hélt þegar á vettvang, með forseta um borð. Nauðsynlegt reyndist að skera á veiðarfærin úti fyrir Straumnesi og skjóta línu milli skipanna til að draga Hrafn Sveinbjarnarson undan hafísbreiðu sem nálgaðist. Viðgerð tókst á endanum og sigldi togarinn þá fyrir eigin vélarafli til Hafnarfjarðar, en Freyja sigldi norður fyrir land. Forseti fór frá borði á Akureyri eftir tæpa tvo sólarhringa á sjó.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar