• Forseti fer í sjóinn við Tálknafjörð ásamt Pollavinum.
  • Eigandi og matráður Hópsins á Tálknafirði ásamt forseta.
  • Forseti í Pollinum við Tálknafjörð ásamt Pollavinum.
  • Forseti fer í sjóinn við Tálknafjörð ásamt Pollavinum.
  • Forseti fer í sjóinn við Tálknafjörð ásamt Pollavinum.
Fréttir | 02. sep. 2023

Tálknafjörður

Forseti heimsækir Tálknafjörð á ferð sinni um sunnanverða Vestfirði. Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, tók á móti forseta og fylgdi um byggðarlagið. Forseti átti hádegisverðarfund með fulltrúum sveitarstjórnar þar sem meðal annars var rætt um fyrirhugaða íbúakosningu um sameiningu Tálknafjarðar við Vesturbyggð. Kosið verður í október.

Því næst heimsótti forseti Tálknafjarðarskóla og hitti þar nemendur og kennara. Birna Hannesdóttir skólastjóri kynnti starfsemi skólans og nemendur sýndu nýsköpunarverk sem allir árgangar vinna saman að.

Forseti fór einnig í Pollinn, heitu laugarnar á útjaðri Táknafjarðar, synti í sjónum og og ræddi við Pollavini, sem eiga veg og vanda að viðhaldi aðstöðunnar þar.

Myndasafn frá ferð forseta um sunnanverða Vestfirði.

Pistill forseta um Vestfjarðaferð.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar