• Eldri borgarar í Ástjarnar- og Kálfatjarnarsókn heimsækja Bessastaði. Ljósmynd/Embætti forseta Íslands
  • Séra Bolli Pétur Bollason og Ragnar Ásgeirsson færa forseta gjafir. Ljósmynd/Embætti forseta Íslands
Fréttir | 01. nóv. 2023

Ástjarnar- og Kálfatjarnarsókn

Forseti tekur á móti hópi frá félagsstarfi eldri borgara í Ástjarnar- og Kálfatjarnarsókn sem tilheyra Tjarnaprestakalli. Gestirnir gengu fyrst til Bessastaðakirkju þar sem sr. Hans Guðberg Alfreðsson leiddi helgistund. Að því loknu tók forseti á móti hópnum í Bessastaðastofu. Prestarnir Arnór Bjarki Blomsterberg og Bolli Pétur Bollason komu með sóknarbörnum ásamt öðru fylgdarliði.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar